Íslenski boltinn

FH tapar fyrstu stigunum í áflogaleik

Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að láta sér lynda markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli sínum í Kaplakrika. Tryggvi Guðmundsson og Valur Fannar Gíslason fengu báðir rautt spjald undir lok leiksins fyrir að skiptast á hnefahöggum. Þá vann HK góðan 2-1 sigur á Fram í uppgjöri nýliðanna í deildinni. FH er áfram á toppnum með 13 stig en Fram er í næst neðsta sæti með tvö stig og er án sigurs.

Jón Þorgrímur Stefánsson og Rúnar Páll Sigmundsson skoruðu mörk HK gegn Fram en Jónas Grani Garðarsson minnkaði muninn fyrir Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×