Íslenski boltinn

Öruggur sigur Skagamanna á KR

Skagamenn áttu sinn besta leik í sumar gegn KR í kvöld og unnu verðskuldað
Skagamenn áttu sinn besta leik í sumar gegn KR í kvöld og unnu verðskuldað

KR-ingar sitja áfram einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks.

Kári Steinn Reynisson skoraði svo þriðja mark ÍA eftir aðeins 15 sekúndur í síðari hálfleik og gerði út um leikinn. Varamaðurinn Björgólfur Takefusa minnkaði muninn fyrir KR undir lokin en lengra komst KR ekki.

KR-ingar sitja því einir á botni Landsbankadeildarinnar með aðeins eitt stig eftir fimm umferðir og hætt við að sá árangur sé langt undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins í vor. ÍA byrjaði ekki mikið betur en KR í mótinu en lyfti sér upp í 7. sætið með góðum sigri í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×