Íslenski boltinn

Skagamenn 2-0 yfir gegn KR í hálfleik

Bjarni Guðjónsson hefur farið mikinn í liði Skagamanna
Bjarni Guðjónsson hefur farið mikinn í liði Skagamanna
Staðan er ekki góð hjá botnliði KR þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðsins við ÍA á Skaganum í fimmtu umferð Landsbankadeildarinnar. Skagamenn hafa yfir 2-0 í hálfleik og hafa nýtt færi sín vel gegn hugmyndasnauðum KR-ingum. Bjarni Guðjónsson og Helgi Pétur Magnússon skoruðu mörk ÍA. Skagamenn hafa átt 7 skot að marki KR og 2 á rammann en KR hefur átt 4 skot og ekker þeirra rataði á markið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×