Fimmtán hið minnsta eru sagðir látnir og 25 særðir eftir sjálfsmorðsárás manns í útjaðri Ramadi í Írak í dag. Maður á stórum flutningabíl sprengdi sig í loft upp þegar lögregla í eftirlitsferð átti leið hjá markaði í norðurhluta borgarinnar.
Hinir látnu voru bæði lögreglumenn og borgarar. Fyrr í dag létust níu bandarískir hermenn i sjálfsmorðsárás nærri Bakúba en ekki hafa fleiri hermenn fallið í einni árás í Írak í eitt og hálft ár.
Blóðbaðið í Írak virðist því síst í rénun því í gær létust um 30 manns í sjálfsmorðsárásum í Ramadi í gær.