Erlent

90 handteknir í Guantanamo-mótmælum

Guantanamo-herstöðin á Kúbu.
Guantanamo-herstöðin á Kúbu. MYND/AP

90 mótmælendur voru handteknir í Washington í dag, þar sem þeir mótmæltu fangabúðum Bandaríkjamanna í Guantanamo. Fólkið var að reyna að ryðjast inn í byggingu alríkisdómstólsins þegar það var handtekið.

Fangabúðunum var mótmælt víða um heim í dag. 

Flestir þeirra sem voru handteknir höfðu ekki meðferðis eigin persónuskilríki heldur sögðu þeir til nafns sem einhver fanganna sem sitja án dóms og laga í fangaklefa í Guantanamo. Mótmælin voru skipulögð til að minnast þess að fimm ár eru síðan fyrstu fangarnir voru fluttir í fangageymslurnar í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu og vistaðir þar vegna gruns um aðild að hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×