Erlent

Segja vinstrisinnaðan skæruliðahóp standa á bak við árás

Götum hefur verið lokað í kringum bandaríska sendiráðið í Aþenu eftir tilræðið í morgun.
Götum hefur verið lokað í kringum bandaríska sendiráðið í Aþenu eftir tilræðið í morgun. MYND/AP

Vinstrisinnaði skæruliðahópurinn Byltingarbaráttan er sagður hafa staðið á bak við flugskeytaárásina á bandaríska sendiráðið í Aþenu í morgun. Menn sem ekki vildu geta nafns síns hringdu í lögreglu og greindu frá því að því er almannaregluráðuneyti Grikklands greindi frá í nú morgun.

Flugskeytinu var skotið úr húsi beint á móti sendiráðinu og lenti skeytið á salerni á þriðju hæð sendiráðsins án þess að nokkurn sakaði. Tugir lögreglubíla umkringdu sendiráðið og hefur nálægum götum verið lokað vegna árásarinnar en lögreglumenn úr andhryðjuverkasveit grísku lögreglunnar rannsaka nú vettvang.

Þess má geta að þriggja metra há stálgirðing er allt í kringum sendiráðið og þá gæta öryggisverðir allra innganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×