Enski boltinn

Reading úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu

Gabriel Heinze fagnar marki sínu í kvöld
Gabriel Heinze fagnar marki sínu í kvöld AFP

Manchester United er komið í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir 3-2 sigur á Reading í kvöld. United komst í 3-0 eftir aðeins sex mínútur í leiknum en heimamenn minnkuðu muninn fyrir hlé og hleyptu svo spennu í leikinn í lokin með því að minnka muninn í eitt mark skömmu fyrir leikslok. Brynjar Björn Gunnarsson átti skot í slá í lokin, en United slapp með skrekkinn.

Middlesbrough komst sömu leiðis í næstu umferð keppninnar eftir nauman útisigur á West Brom. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1 en úrvalsdeildarliðið tryggði sér nauman 5-4 sigur í vítakeppni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×