Enski boltinn

Ferguson: Besta byrjun sem ég hef séð

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigurinn á Reading í enska bikarnum í kvöld og sagði byrjun sinna manna hafa verið þá bestu sem hann hefði séð í sinni stjórnartíð. Hann viðurkenndi þó að um hann hefði farið þegar heimamenn minnkuðu muninn.

"Þetta var besta byrjun sem ég hef orðið vitni að hjá okkur þar sem liðið skoraði þrennu á sex mínútum. Fyrsta mark Reading gaf þeim svo vonarneista og langar sendingar þeirra inn í teiginn voru varnarmönnum okkar erfiðar. Þegar þeir svo skoruðu annað markið var ég satt að segja alveg viss um að leikurinn færi í framlengingu," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×