Enski boltinn

Ferguson: Allt í góðu hjá okkur Beckham

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segir að hann og David Beckham séu ágætis vinir þó enn sé talað um að deilur þeirra hafi valdið því að Beckham fór frá Manchester United árið 2003. Þeir félagar munu hittast í sérstökum hátíðarleik á Old Trafford þann 13. mars næstkomandi.

"David mun eflaust frá fínar móttökur þegar hann kemur hingað aftur rétt eins og aðrir leikmenn sem snúið hafa aftur eftir að hafa náð góðum árangri með United. Ég hef hitt David tvisvar síðan hann gekk í raðir Real Madrid og það er allt í góðu milli okkar," sagði Ferguson.

Manchester United mætir sérstöku Evrópuúrvali í leik á Old Trafford í næsta mánuði þar sem haldið verður upp á 50 ára afmæli Rómarsáttmálans og þátttöku United í Evrópukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×