Erlent

Þúsund töskur í óskilum á Kastrup-flugvelli

Frá Kaupmannahöfn í síðustu viku.
Frá Kaupmannahöfn í síðustu viku. MYND/AP

Um eitt þúsund ferðatöskur eru í óskilum á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn eftir að samgöngur fóru úr skorðum í síðustu viku vegna snjókomu.

Þá þurfti norræna flugfélagið SAS að aflýsa rúmlega 300 flugferðum og eftir því sem fram kemur á vef Berlingske Tidende eru flestir farþegar sem áttu pantað flug komnir á áfangastað en ekki töskurnar. Samkvæmt reglum ber SAS ábyrgð á að koma töskunum til réttra eigenda en félagið hefur nú brugðið á það ráð að bjóða þeim farþegum sem ekki geta verið án tasknanna lengur að sækja þær á flugvöllinn. Reiknað er með að allar töskur verið komnar í réttar hendur í lok vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×