Mika: Life In Cartoon Motion - þrjár stjörnur 27. mars 2007 07:15 Mika er hæfileikaríkur, en þó að hér séu nokkur fín lög þá á hann enn eftir að skapa sér eigin stíl. Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mika hafi fengið óskabyrjun á ferlinum. Smáskífulagið Grace Kelly er sennilega vinsælasta lagið í heiminum það sem af er ársins 2007 og fyrsta stóra platan hans Life In Cartoon Motion er ein af mest seldu plötunum. Mika, sem heitir réttu nafni Michael Holbrook Penniman, er fæddur í Beirút, sonur líbanskrar móður og bandarísks föður. Hann ólst upp í París og London. Tónlistin á Life In Cartoon Motion er vel sykrað popp, fjörlegt og oft með stórum útsetningum. Henni hefur réttilega verið líkt við tónlist Queen, Elton John og Scissor Sisters. Söngur Mika, sem fer létt með að syngja bæði á lágu nótunum og í mjög hárri falsettu, minnir mikið á Freddie Mercury og Jake Shears, söngvara Scissor Sisters. Það eru mörg ágæt lög á plötunni. Grace Kelly er auðvitað ómótstæðilegt, en Lollipop, Any Other World, Stuck In The Middle og falda aukalagið Over My Shoulder eru líka flott. Það fer ekkert á milli mála að Mika hefur mikla hæfileika. Gallinn við plötuna er samt að stundum minnir hún of mikið á áhrifavaldana. Verst finnast mér þau lög sem hljóma nákvæmlega eins og Scissor Sisters. Þetta á við um lögin Love Today, Relax (Take It Easy) og Big Girl (sem er reyndar eins og sambland af Scissor Sisters og Fat Bottomed Girls með Queen). Á heildina er þetta ágætlega heppnuð frumraun frá efnilegum listamanni sem á eftir að vaxa með næstu plötum ef honum tekst að losna undan áhrifavöldunum og skapa sér sinn eigin stíl. Trausti Júlíusson Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mika hafi fengið óskabyrjun á ferlinum. Smáskífulagið Grace Kelly er sennilega vinsælasta lagið í heiminum það sem af er ársins 2007 og fyrsta stóra platan hans Life In Cartoon Motion er ein af mest seldu plötunum. Mika, sem heitir réttu nafni Michael Holbrook Penniman, er fæddur í Beirút, sonur líbanskrar móður og bandarísks föður. Hann ólst upp í París og London. Tónlistin á Life In Cartoon Motion er vel sykrað popp, fjörlegt og oft með stórum útsetningum. Henni hefur réttilega verið líkt við tónlist Queen, Elton John og Scissor Sisters. Söngur Mika, sem fer létt með að syngja bæði á lágu nótunum og í mjög hárri falsettu, minnir mikið á Freddie Mercury og Jake Shears, söngvara Scissor Sisters. Það eru mörg ágæt lög á plötunni. Grace Kelly er auðvitað ómótstæðilegt, en Lollipop, Any Other World, Stuck In The Middle og falda aukalagið Over My Shoulder eru líka flott. Það fer ekkert á milli mála að Mika hefur mikla hæfileika. Gallinn við plötuna er samt að stundum minnir hún of mikið á áhrifavaldana. Verst finnast mér þau lög sem hljóma nákvæmlega eins og Scissor Sisters. Þetta á við um lögin Love Today, Relax (Take It Easy) og Big Girl (sem er reyndar eins og sambland af Scissor Sisters og Fat Bottomed Girls með Queen). Á heildina er þetta ágætlega heppnuð frumraun frá efnilegum listamanni sem á eftir að vaxa með næstu plötum ef honum tekst að losna undan áhrifavöldunum og skapa sér sinn eigin stíl. Trausti Júlíusson
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“