Erlent

Vilja banna klasasprengjur

Fjörutíu og sex ríki samþykktu í gær yfirlýsingu um bann við klasasprengjum. Í yfirlýsingunni er hvatt til þess að alþjóðlegur sáttmáli um slíkt bann verði gerður árið 2008 og verði hann lagalega bindandi.

Yfirlýsingin er afrakstur ráðstefnu, sem boðað var til í Noregi nú í vikunni. Alls sóttu fulltrúar 49 ríkja ráðstefnuna, en þrjú þeirra samþykktu ekki lokayfirlýsinguna.

Sum helstu vopnaframleiðsluríki heims, svo sem Bandaríkin, Rússland, Ísrael og Kína, sáu ekki ástæðu til að vera með á ráðstefnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×