Erlent

Mesti eldsvoði í sögu Lettlands

Glímt við einn eldsvoðann.
Glímt við einn eldsvoðann. MYND/AP

Talið er að yfir tuttugu manns hafi látist í mesta eldsvoða í sögu Lettlands þegar eldur braust út á heimili fyrir aldraða og hreyfihamlaða í Alsunga í Lettlandi skömmu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags.

Yfirvöld greindu upphaflega frá því að 26 af 97 íbúum hefðu látist en eftir að einn þeirra fannst síðar um nóttina með alvarleg meiðsli er vonast til þess að fleiri sem hafi flúið eigi eftir að gefa sig fram.

Fyrstu rannsóknir benda til þess að kviknað hafi í byggingunni, sem er á þremur hæðum, út frá rafmagni sem ekki hafði verið almennilega gengið frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×