Erlent

Fimmtán manns fórust í sprengingu í Pakistan

Frá Pakistan
Frá Pakistan

Fimmtán manns fórust og að minnsta kosti 20 særðust í sprengingu í norðvestur Pakistan í nótt. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Waheed Arshad talsmaður pakistanska hersins sagði í samtali við Geo sjónvarpsstöðina að á meðal þeirra sem hefðu farist væru fjórir lögreglumenn og ellefu óbreyttir borgarar. Talið er að sprengingin hafi orðið í bíl sem lögreglan hafði stöðvað. Ekki er ljóst hvort það var ökumaður bílsins eða farþegi sem bar ábyrgð á sprengunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×