Arnarfell ræður til sín starfsmenn Hunnebeck Polska 6. september 2007 18:44 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. MYND/365 Verktakafyrirtækið Arnarfell mun ábyrgjast réttindi þeirra erlendu starfsmanna sem vinna hjá undirverktökum við byggingu Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar samkvæmt samkomulagi fyrirtækisins við Vinnumálastofnun. Þá mun Arnarfell ráða til sín beint þá starfsmenn sem nú starfa hjá Hunnebeck Polska. Samkomulagið varð til þess að fallið var frá fyrirhugaðri vinnustöðvun við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar í dag. „Það sem skiptir máli er að nú er tryggt að íslenskir kjarasamingar verða virtir og erlendir verkamenn bera ekki skarðan hlut frá borði," sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Vísi. Fulltrúar frá Vinnumálastofnun og lögreglu fóru að Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar í morgun til að stöðva vinnu hjá undirverktökum Arnarfells, Hunnebeck Polska og GT verktaka. Áður en til vinnustöðvunar kom var gert samkomulag milli Vinnumálastofnunar og Arnarfells. Að sögn Gissurar kveður samkomulagið meðal annars á um að Arnarfell ábyrgist að leggja fram öll umbeðin gögn. Þá mun Vinnumálastofnun í samstarfi við verkalýðsfélög standa fyrir könnun varðandi laun þeirra 60 erlendu starfsmanna sem málið snýst um. Hefur Arnarfell ennfremur ábyrgst að greiða mismun launa í samræmi við íslenska kjarasamninga. Könnuninni á að vera lokið þann 20. september næstkomandi. Gissur segist ekki hafa trú á öðru en að Arnarfell muni standa við sinn hluta samningsins og að ekki komi til vinnustöðvunar. „Ég hef ekki trú á öðru en að fyrirtækin undirgangist það sem ábyrgst var og vinna haldi áfram." Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Verktakafyrirtækið Arnarfell mun ábyrgjast réttindi þeirra erlendu starfsmanna sem vinna hjá undirverktökum við byggingu Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar samkvæmt samkomulagi fyrirtækisins við Vinnumálastofnun. Þá mun Arnarfell ráða til sín beint þá starfsmenn sem nú starfa hjá Hunnebeck Polska. Samkomulagið varð til þess að fallið var frá fyrirhugaðri vinnustöðvun við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar í dag. „Það sem skiptir máli er að nú er tryggt að íslenskir kjarasamingar verða virtir og erlendir verkamenn bera ekki skarðan hlut frá borði," sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Vísi. Fulltrúar frá Vinnumálastofnun og lögreglu fóru að Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar í morgun til að stöðva vinnu hjá undirverktökum Arnarfells, Hunnebeck Polska og GT verktaka. Áður en til vinnustöðvunar kom var gert samkomulag milli Vinnumálastofnunar og Arnarfells. Að sögn Gissurar kveður samkomulagið meðal annars á um að Arnarfell ábyrgist að leggja fram öll umbeðin gögn. Þá mun Vinnumálastofnun í samstarfi við verkalýðsfélög standa fyrir könnun varðandi laun þeirra 60 erlendu starfsmanna sem málið snýst um. Hefur Arnarfell ennfremur ábyrgst að greiða mismun launa í samræmi við íslenska kjarasamninga. Könnuninni á að vera lokið þann 20. september næstkomandi. Gissur segist ekki hafa trú á öðru en að Arnarfell muni standa við sinn hluta samningsins og að ekki komi til vinnustöðvunar. „Ég hef ekki trú á öðru en að fyrirtækin undirgangist það sem ábyrgst var og vinna haldi áfram."
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira