Stjórnvöld í Súdan samþykktu að í gær að leyfa árásarþyrlum Sameinuðu þjóðanna að vera hluti af 3.000 manna friðargæsluliði sem fær að starfa í Darfúr-héraði. Liðið mun styðja við bakið á þeim 7.000 friðargæsluliðum sem þar eru fyrir en Darfúr-hérað er álíka stórt og Frakkland. Talið er að hótanir Bandaríkjanna og Breta um refsiaðgerðir hafi leitt til samkomulagsins.
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fagnaði ákvörðun forseta Súdan. Yfirmaður friðargæslu Sameinuðu þjóðanna sagði jafnframt að allt yrði reynt til þess að fá Súdan til þess að samþykkja stærri liðsauka.