Þetta var ekkert stelpumark 10. júlí 2007 09:00 Dóra Stefánsdóttir leikmaður Malmö Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir skoraði eitt af mörkum ársins í sænska kvennaboltanum þegar hún innsiglaði 4-0 sigur Ldb Malmö á Hammarby í fyrradag. Á heimasíðu Malmö segir að annað eins mark hafi ekki sést á IP-leikvanginum frá því 1994, þegar gamla kempan Malin Lundgren skoraði fyrir karlalið félagsins í ónefndum leik. „Þetta var sannkallað draumamark, líklega það besta sem ég hef skorað á mínum ferli," sagði Dóra við Fréttablaðið í gær. Markið skoraði hún af rúmlega 20 metra færi en eftir þunga sókn Malmö barst boltinn út fyrir teig þar sem landsliðskonan kom aðvífandi og lét vaða á markið. „Ég hef sjaldan hitt boltann eins vel. Þetta var þrumuskot með ristinni og boltinn endaði í samskeytunum. Þetta var ekkert stelpumark," sagði Dóra hlæjandi en viðurkenndi þó að um algjöra heppni hefði verið að ræða. „Ég mun líklega ekki skora annað svona mark í bráð." Með sigrinum náði Malmö að færast nær toppliði Umea og er nú með 32 stig í þriðja sæti. Djurgarden er stigi ofar í öðru sæti en Umea er á toppnum með 36 stig. „Það munar ekki svo miklu og við erum ennþá í bullandi séns. Það er líka alltaf skemmtilegra að spila þegar spennan er til staðar," segir Dóra en Malmö hefur komið nokkuð á óvart það sem af er leiktíð eftir að hafa verið spáð 5. sæti fyrir tímabilið. Dóra og félagi hennar úr íslenska landsliðinu, Ásthildur Helgadóttir, hafa átt stóran þátt í velgengni liðsins í ár en þurfa að berjast við nánast eintómar landsliðskonur um sæti í liðinu. „Það er mikil samkeppni en það gerir liðið bara betra." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir skoraði eitt af mörkum ársins í sænska kvennaboltanum þegar hún innsiglaði 4-0 sigur Ldb Malmö á Hammarby í fyrradag. Á heimasíðu Malmö segir að annað eins mark hafi ekki sést á IP-leikvanginum frá því 1994, þegar gamla kempan Malin Lundgren skoraði fyrir karlalið félagsins í ónefndum leik. „Þetta var sannkallað draumamark, líklega það besta sem ég hef skorað á mínum ferli," sagði Dóra við Fréttablaðið í gær. Markið skoraði hún af rúmlega 20 metra færi en eftir þunga sókn Malmö barst boltinn út fyrir teig þar sem landsliðskonan kom aðvífandi og lét vaða á markið. „Ég hef sjaldan hitt boltann eins vel. Þetta var þrumuskot með ristinni og boltinn endaði í samskeytunum. Þetta var ekkert stelpumark," sagði Dóra hlæjandi en viðurkenndi þó að um algjöra heppni hefði verið að ræða. „Ég mun líklega ekki skora annað svona mark í bráð." Með sigrinum náði Malmö að færast nær toppliði Umea og er nú með 32 stig í þriðja sæti. Djurgarden er stigi ofar í öðru sæti en Umea er á toppnum með 36 stig. „Það munar ekki svo miklu og við erum ennþá í bullandi séns. Það er líka alltaf skemmtilegra að spila þegar spennan er til staðar," segir Dóra en Malmö hefur komið nokkuð á óvart það sem af er leiktíð eftir að hafa verið spáð 5. sæti fyrir tímabilið. Dóra og félagi hennar úr íslenska landsliðinu, Ásthildur Helgadóttir, hafa átt stóran þátt í velgengni liðsins í ár en þurfa að berjast við nánast eintómar landsliðskonur um sæti í liðinu. „Það er mikil samkeppni en það gerir liðið bara betra."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira