Erlent

Erfðagripir grísku konungsfjölskyldunnar seldir fyrir milljarð

MYND/AP

Umdeildu uppboði á erfðagripum úr eigu grísku konungsfjölskyldunnar lauk í uppboðshúsi Christie's í Lundúnum í gær en þá höfðu munir selst fyrir rúman milljarð íslenskra króna.

Þar á meðal voru silfurkrúsir sem seldust á tæpar áttatíu milljónir og súputarína sem fór á 31 milljón. Flestir gripanna komu úr safni Georgs fyrsta Grikkjakonungs sem var við völd á árunum 1863-1913 en einveldi var afnumið í landinu sextíu árum síðar. Grísk yfirvöld hafa eindregið lagst gegn uppboðinu þar sem þau telja að þessum þjóðargersemum hafi verið smyglað út úr landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×