Erlent

Niðurrif Ungdomshuset hafið

Getty Images

Risastór silfurgrár krani er nú í óðaönn við að rífa niður Ungdomshuset en niðurrifið hófst klukkan sjö í morgun. Fyrrum notendur hússins hafa margir hverjir safnast saman nærri húsinu og eru ýmist reiðir eða sorgmæddir yfir örlögum þess. Enn er þó allt með rólegasta móti þó löregla óttist að mótmælendur sýni reiði sína í verki. Vörubílar sem flytja í burtu steypubrotin úr húsinu fá lögreglufylgd þegar þeir keyra í burt af staðnum.

Söfnuðurinn Faderhuset sem er eigandi hússins hafði hingað til ekki viljað staðfesta að rífa ætti húsið en sá tilgangur þeirra er nú orðinn ljós. Þrátt fyrir það verður nú fyrir hádegi tilkynnt um framtíð reitsins við Jagtvej 69 og hvaða starfsemi Faderhuset ætlar sér þar í framtíðinni.


Tengdar fréttir

Kostnaður við skemmdir minnst 150 milljónir

Mótmæli undanfarinna daga í Kaupmannahöfn kosta hið opinbera minnst 150 milljónir króna. Ritt Bjerregaard borgarstjóri Kaupmannahafnar segir mótmælendur hafa fyrirgert rétti sínum til að fá nýtt hús. Ungdomshuset á Jagtvej verður rifið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×