Erlent

Stórhríð í Bandaríkjunum

AP

Stórhríð geysar enn í norðausturríkjum Bandaríkjanna og Kanada. Minnst 12 hafa látist af völdum veðursins, flestir í umferðarslysum á flughálum vegum. Flugfélög aflýstu hundruðum ferða í gær frá New York, Washington, Chicago og fleiri borgum. Veðurfræðingar vestra segja að áfram megi búast við slæmu veðri næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×