Spennan fyrir lokaslaginn í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni magnast nú stöðugt en lokaumferðin fer fram á morgun, sunnudag. Wigan, West ham og Sheffield United geta öll fylgt Charlton og Watford niður í fyrstu deild.
Wigan og Sheffield United eigast við í hreinum úrslitaleik á heimavelli Sheffield, Bramall Lane. Fyrir Wigan kemur ekkert annað til greina en sigur ætlar það sér að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni á meðan heimamenn geta haldið sæti sínu þó þeir tapi ef West Ham sigrar ekki í sínum leik. West Ham sækir nýkrýnda Englandsmeistara, Mancester United, heim á Old Trafford og þurfa að sigra þann leik ef Wigan hefur betur í ofangreindum leik.
Einnig er baráttan hörð milli Tottenman, Reading, Bolton og Portsmouth sem keppa um sæti í UEFA-keppninni.
Eins og áður segir hefur Mancester United þegar tryggt sér Englandmeistaratitilinn og Charlton og Watford eru bæði fallin niður í fyrstu deild.