Fótbolti

Var síðast spáð 8. sætinu 1988

Menn hafa ekki alltof mikla trú á Guðjóni Þórðaryni og liði ÍA í sumar.
Menn hafa ekki alltof mikla trú á Guðjóni Þórðaryni og liði ÍA í sumar. MYND/Valli

Skagamönnum var spáð 8. sætinu af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum Landsbankadeildar karla í fótbolta. Þetta verður tíunda tímabil þjálfara liðsins, Guðjóns Þórðarsonar, í efstu deild og honum hefur aðeins einu sinni áður verið spáð svo neðarlega í þessarri árlegu spá.

KA var einnig spáð áttunda sætinu sumarið 1988 en það þekkja allir þá sögu. KA endaði í 4. sætinu það ár og varð síðan Íslandsmeistari árið eftir.

Lið Guðjóns hafa fimm sinnum endað ofar en þeim hefur verið spáð, einu sinni í sama sæti og þrisvar neðar þar af voru bæði ár hans með lið KR. - óój

Saga liða Guðjóns í spánni:

1987 ÍA (0)3. sæti (spáð 3. sæti)

1988 KA (+4)4. sæti (8.)

1989 KA (+4)1. sæti (5.)

1990 KA (-5)8. sæti (3.)

1992 ÍA (+1)1. sæti (2.)

1993 ÍA (+1)1. sæti (2.)

1994 KR (-4)5. sæti (1.)

1995 KR (-1)2. sæti (1.)

1996 ÍA (+1)1. sæti (2.)

2007 ÍA ? sæti (8.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×