Enski boltinn

Wembley afhentur á föstudaginn?

NordicPhotos/GettyImages

Svo gæti farið að verktakarnir sem staðið hafa að byggingu nýja Wembley leikvangsins í Lundúnum afhendi lyklana að nýju byggingunni á föstudag. Breska sjónvarpið greinir frá þessu í kvöld.

Bygging leikvangsins hefur verið hin mesta sápuópera og hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Völlurinn átti að vera tilbúinn fyrir ári síðan, en því hefur síðan verið frestað oftar en einu sinni. Bygging Wembley mun kosta um 757 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×