Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas 7. mars 2007 18:45 Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Þetta mál hefur verið að vinda uppá sig í pólitíkinni í Texas síðustu daga en Aron Pálmi Ágústsson sem sat í unglingafangelsi í sjö ár hefur tengst því vegna reynslu sinnar. Í gær stormuðu lögreglumenn ínn í öll unglingafangelsi í Texas til að rannska ásakanir um víðtæka hylmingu yfir kynferðisofbeldi gegn föngunum á síðustu árum. Í síðustu viku var Perry ríkisstjóri borin þeim sökum að starfsfólk hans hefði ekki brugðist við í tvö ár þrátt fyrir vitneskju um þetta kynferðisofbeldi. Síðan þá hefur ringt yfir sögum og ásökunum um misbeitingu starfsmanna á unglingunum. Yfirstjórn þessara barnafangelsa, - Texas Youth Commission - hefur verið vikið frá og ríkisstjórinn hefur fyrirskipað víðtæka rannsókn. Fylkisþingið hefur rinnig stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Málið hefur vakið athygli um allt land. Andstæðingur Perrys fylkisstjóra hafa sótt hart að honum vegna þessa henykslismáls. Einn af þeim sem þar hefur verið fremstur í flokki, Juan Hinojosa, þigmaður, hafði samband við Aron Pálma en hann eyddi sjö árum í Giddings barnafangelsinu í Texas - og er enn á reynslulausn eftir að hafa hlotið 10 ára fangelsisdóm þrettán ára gamall. Fór hann fram á það að Aron vitnaði um eigin reynslu og því sem hann upplifði í Giddings. Hann var sjálfur fórnarlamb kynferðisofbeldis og segir raunar að í unglingafangelsinu hafi slíkt ofbeldi verið daglegt brauð. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann óttaðist hemdaraðgerðir ef hann vitnaði gegn Texas Youth Commission. Vegna þessa hefur Aron haft samband við íslenska sendiráðið í Washington og beðið um stuðning. Aron Pálmi er enn á reynslulausn og er með takmarkað ferðafrelsi. Hann fær að sækja skóla en er stöðugt með GPS senditæki fest við ökklann og fylgst er með honum. 10 ára refsidómi sem hann hlaut 13 ára lýkur í ágúst og mun hann þegar koma til Íslands. Hann hlaut dóm sinn fyrir að brjóta gegn sér yngri dreng með því að setja lim hans í munn sér. Saksóknarinn í málinu krafðist 30 ára fangelsis yfir honum en dómarinn taldi 10 ára dóm hæfilegan. Beiðni Arons um að vera fluttur í afplánun til Íslands hefur ítrekað verið hafnað. Fréttir Innlent Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Þetta mál hefur verið að vinda uppá sig í pólitíkinni í Texas síðustu daga en Aron Pálmi Ágústsson sem sat í unglingafangelsi í sjö ár hefur tengst því vegna reynslu sinnar. Í gær stormuðu lögreglumenn ínn í öll unglingafangelsi í Texas til að rannska ásakanir um víðtæka hylmingu yfir kynferðisofbeldi gegn föngunum á síðustu árum. Í síðustu viku var Perry ríkisstjóri borin þeim sökum að starfsfólk hans hefði ekki brugðist við í tvö ár þrátt fyrir vitneskju um þetta kynferðisofbeldi. Síðan þá hefur ringt yfir sögum og ásökunum um misbeitingu starfsmanna á unglingunum. Yfirstjórn þessara barnafangelsa, - Texas Youth Commission - hefur verið vikið frá og ríkisstjórinn hefur fyrirskipað víðtæka rannsókn. Fylkisþingið hefur rinnig stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Málið hefur vakið athygli um allt land. Andstæðingur Perrys fylkisstjóra hafa sótt hart að honum vegna þessa henykslismáls. Einn af þeim sem þar hefur verið fremstur í flokki, Juan Hinojosa, þigmaður, hafði samband við Aron Pálma en hann eyddi sjö árum í Giddings barnafangelsinu í Texas - og er enn á reynslulausn eftir að hafa hlotið 10 ára fangelsisdóm þrettán ára gamall. Fór hann fram á það að Aron vitnaði um eigin reynslu og því sem hann upplifði í Giddings. Hann var sjálfur fórnarlamb kynferðisofbeldis og segir raunar að í unglingafangelsinu hafi slíkt ofbeldi verið daglegt brauð. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann óttaðist hemdaraðgerðir ef hann vitnaði gegn Texas Youth Commission. Vegna þessa hefur Aron haft samband við íslenska sendiráðið í Washington og beðið um stuðning. Aron Pálmi er enn á reynslulausn og er með takmarkað ferðafrelsi. Hann fær að sækja skóla en er stöðugt með GPS senditæki fest við ökklann og fylgst er með honum. 10 ára refsidómi sem hann hlaut 13 ára lýkur í ágúst og mun hann þegar koma til Íslands. Hann hlaut dóm sinn fyrir að brjóta gegn sér yngri dreng með því að setja lim hans í munn sér. Saksóknarinn í málinu krafðist 30 ára fangelsis yfir honum en dómarinn taldi 10 ára dóm hæfilegan. Beiðni Arons um að vera fluttur í afplánun til Íslands hefur ítrekað verið hafnað.
Fréttir Innlent Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira