Dýru verði keypt athygli í Skaupinu Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 19. desember 2007 15:49 Gunnar Steinn Pálsson. Sú ákvörðun Ríkissjónvarpsins að bjóða upp á auglýsingatíma í Áramótaskaupinu hefur tæpast farið fram hjá mörgum. Fyrir skömmu kom það fram að tilboða yrði leitað í mínútulangt auglýsingapláss í miðju Skaupinu, og að ekki kæmi til greina að selja það fyrir minna en þrjár milljónir. Í gær var svo tilkynnt að plássið væri selt, og herma sögusagnir að fasteignasalan Remax hafi hreppt hnossið. Skiptar skoðanir eru hinsvegar um það hvort ráðlegt sé að auglýsa í miðju vinsælasta sjónvarpsþáttar landsins. „Ef auglýsandinn þarf ekki að koma einhverjum bráðnauðsynlegum skilaboðum á framfæri við alla þjóðina, og þar að auki á örskömmum tíma, hefði ég haldið að þetta væri ekki góður bisness,“ sagði Gunnar Steinn Pálsson ráðgjafi í almannatengslum, þegar Vísir leitaði álits hans á málinu. „Þetta er býsna dýru verði keypt athygli í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi er sekúndan afar dýr svo ekki sé meira sagt í samhengi við 300 þúsund manna samfélag. Í öðru lagi er viðbúið að innskot af þessu tagi fari talsvert í taugarnar á fólki. Auglýsingin þarf a.m.k. að vera bæði áhugaverð og vel gerð til þess að henni verði fyrirgefið að rjúfa þessa hátíðardagskrá sem safnar þorra þjóðarinnar saman í sófana á miðju gamlárskvöldi.“ Gunnar segir að vel gerð mínútulöng sjónvarpsauglýsing sé ekki búin til fyrir minna en 5-10 milljónir króna og það þyki almennt ekki góð latína að framleiða auglýsingu sem ekki er hægt að birta fyrir talsvert hærri upphæð en nemur framleiðslukostnaði. Þess vegna yrði svona sérframleidd sjónvarpsauglýsing að birtast talsvert oftar til þess að réttlæta sjálfa sig. „Það þarf nú oft tvo til að svona lagað geti orðið að veruleika,“ segir Gunnar, sem finnst það vanráðið hjá RÚV að bjóða auglýsingaplássið til sölu. „Ríkissjónvarpið er að mínu viti á villigötum þegar þeir ætla sér að skafa inn auka þrjár milljónir á auglýsingu í áramótaskaupinu. Enn einu sinni finnst manni þeir teygja sig fulllangt miðað við þann grundvöll sem reksturinn byggir á.“ „Við erum ekki það milljónasamfélag sem til þarf til þess að til að mínútuverð af þessu tagi sé réttlætanlegt,“ segir Gunnar. „Persónulega finnst mér þetta vera hluti af þessari yfirkeyrðu veislu sem við erum öll búin að sitja í undanfarin ár. Þessari veislu er lokið í bili og ég held að þetta verði áreiðanlega með síðustu eftirréttunum sem koma í því partýi.“ Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Sú ákvörðun Ríkissjónvarpsins að bjóða upp á auglýsingatíma í Áramótaskaupinu hefur tæpast farið fram hjá mörgum. Fyrir skömmu kom það fram að tilboða yrði leitað í mínútulangt auglýsingapláss í miðju Skaupinu, og að ekki kæmi til greina að selja það fyrir minna en þrjár milljónir. Í gær var svo tilkynnt að plássið væri selt, og herma sögusagnir að fasteignasalan Remax hafi hreppt hnossið. Skiptar skoðanir eru hinsvegar um það hvort ráðlegt sé að auglýsa í miðju vinsælasta sjónvarpsþáttar landsins. „Ef auglýsandinn þarf ekki að koma einhverjum bráðnauðsynlegum skilaboðum á framfæri við alla þjóðina, og þar að auki á örskömmum tíma, hefði ég haldið að þetta væri ekki góður bisness,“ sagði Gunnar Steinn Pálsson ráðgjafi í almannatengslum, þegar Vísir leitaði álits hans á málinu. „Þetta er býsna dýru verði keypt athygli í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi er sekúndan afar dýr svo ekki sé meira sagt í samhengi við 300 þúsund manna samfélag. Í öðru lagi er viðbúið að innskot af þessu tagi fari talsvert í taugarnar á fólki. Auglýsingin þarf a.m.k. að vera bæði áhugaverð og vel gerð til þess að henni verði fyrirgefið að rjúfa þessa hátíðardagskrá sem safnar þorra þjóðarinnar saman í sófana á miðju gamlárskvöldi.“ Gunnar segir að vel gerð mínútulöng sjónvarpsauglýsing sé ekki búin til fyrir minna en 5-10 milljónir króna og það þyki almennt ekki góð latína að framleiða auglýsingu sem ekki er hægt að birta fyrir talsvert hærri upphæð en nemur framleiðslukostnaði. Þess vegna yrði svona sérframleidd sjónvarpsauglýsing að birtast talsvert oftar til þess að réttlæta sjálfa sig. „Það þarf nú oft tvo til að svona lagað geti orðið að veruleika,“ segir Gunnar, sem finnst það vanráðið hjá RÚV að bjóða auglýsingaplássið til sölu. „Ríkissjónvarpið er að mínu viti á villigötum þegar þeir ætla sér að skafa inn auka þrjár milljónir á auglýsingu í áramótaskaupinu. Enn einu sinni finnst manni þeir teygja sig fulllangt miðað við þann grundvöll sem reksturinn byggir á.“ „Við erum ekki það milljónasamfélag sem til þarf til þess að til að mínútuverð af þessu tagi sé réttlætanlegt,“ segir Gunnar. „Persónulega finnst mér þetta vera hluti af þessari yfirkeyrðu veislu sem við erum öll búin að sitja í undanfarin ár. Þessari veislu er lokið í bili og ég held að þetta verði áreiðanlega með síðustu eftirréttunum sem koma í því partýi.“
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira