Dýru verði keypt athygli í Skaupinu Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 19. desember 2007 15:49 Gunnar Steinn Pálsson. Sú ákvörðun Ríkissjónvarpsins að bjóða upp á auglýsingatíma í Áramótaskaupinu hefur tæpast farið fram hjá mörgum. Fyrir skömmu kom það fram að tilboða yrði leitað í mínútulangt auglýsingapláss í miðju Skaupinu, og að ekki kæmi til greina að selja það fyrir minna en þrjár milljónir. Í gær var svo tilkynnt að plássið væri selt, og herma sögusagnir að fasteignasalan Remax hafi hreppt hnossið. Skiptar skoðanir eru hinsvegar um það hvort ráðlegt sé að auglýsa í miðju vinsælasta sjónvarpsþáttar landsins. „Ef auglýsandinn þarf ekki að koma einhverjum bráðnauðsynlegum skilaboðum á framfæri við alla þjóðina, og þar að auki á örskömmum tíma, hefði ég haldið að þetta væri ekki góður bisness,“ sagði Gunnar Steinn Pálsson ráðgjafi í almannatengslum, þegar Vísir leitaði álits hans á málinu. „Þetta er býsna dýru verði keypt athygli í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi er sekúndan afar dýr svo ekki sé meira sagt í samhengi við 300 þúsund manna samfélag. Í öðru lagi er viðbúið að innskot af þessu tagi fari talsvert í taugarnar á fólki. Auglýsingin þarf a.m.k. að vera bæði áhugaverð og vel gerð til þess að henni verði fyrirgefið að rjúfa þessa hátíðardagskrá sem safnar þorra þjóðarinnar saman í sófana á miðju gamlárskvöldi.“ Gunnar segir að vel gerð mínútulöng sjónvarpsauglýsing sé ekki búin til fyrir minna en 5-10 milljónir króna og það þyki almennt ekki góð latína að framleiða auglýsingu sem ekki er hægt að birta fyrir talsvert hærri upphæð en nemur framleiðslukostnaði. Þess vegna yrði svona sérframleidd sjónvarpsauglýsing að birtast talsvert oftar til þess að réttlæta sjálfa sig. „Það þarf nú oft tvo til að svona lagað geti orðið að veruleika,“ segir Gunnar, sem finnst það vanráðið hjá RÚV að bjóða auglýsingaplássið til sölu. „Ríkissjónvarpið er að mínu viti á villigötum þegar þeir ætla sér að skafa inn auka þrjár milljónir á auglýsingu í áramótaskaupinu. Enn einu sinni finnst manni þeir teygja sig fulllangt miðað við þann grundvöll sem reksturinn byggir á.“ „Við erum ekki það milljónasamfélag sem til þarf til þess að til að mínútuverð af þessu tagi sé réttlætanlegt,“ segir Gunnar. „Persónulega finnst mér þetta vera hluti af þessari yfirkeyrðu veislu sem við erum öll búin að sitja í undanfarin ár. Þessari veislu er lokið í bili og ég held að þetta verði áreiðanlega með síðustu eftirréttunum sem koma í því partýi.“ Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Sú ákvörðun Ríkissjónvarpsins að bjóða upp á auglýsingatíma í Áramótaskaupinu hefur tæpast farið fram hjá mörgum. Fyrir skömmu kom það fram að tilboða yrði leitað í mínútulangt auglýsingapláss í miðju Skaupinu, og að ekki kæmi til greina að selja það fyrir minna en þrjár milljónir. Í gær var svo tilkynnt að plássið væri selt, og herma sögusagnir að fasteignasalan Remax hafi hreppt hnossið. Skiptar skoðanir eru hinsvegar um það hvort ráðlegt sé að auglýsa í miðju vinsælasta sjónvarpsþáttar landsins. „Ef auglýsandinn þarf ekki að koma einhverjum bráðnauðsynlegum skilaboðum á framfæri við alla þjóðina, og þar að auki á örskömmum tíma, hefði ég haldið að þetta væri ekki góður bisness,“ sagði Gunnar Steinn Pálsson ráðgjafi í almannatengslum, þegar Vísir leitaði álits hans á málinu. „Þetta er býsna dýru verði keypt athygli í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi er sekúndan afar dýr svo ekki sé meira sagt í samhengi við 300 þúsund manna samfélag. Í öðru lagi er viðbúið að innskot af þessu tagi fari talsvert í taugarnar á fólki. Auglýsingin þarf a.m.k. að vera bæði áhugaverð og vel gerð til þess að henni verði fyrirgefið að rjúfa þessa hátíðardagskrá sem safnar þorra þjóðarinnar saman í sófana á miðju gamlárskvöldi.“ Gunnar segir að vel gerð mínútulöng sjónvarpsauglýsing sé ekki búin til fyrir minna en 5-10 milljónir króna og það þyki almennt ekki góð latína að framleiða auglýsingu sem ekki er hægt að birta fyrir talsvert hærri upphæð en nemur framleiðslukostnaði. Þess vegna yrði svona sérframleidd sjónvarpsauglýsing að birtast talsvert oftar til þess að réttlæta sjálfa sig. „Það þarf nú oft tvo til að svona lagað geti orðið að veruleika,“ segir Gunnar, sem finnst það vanráðið hjá RÚV að bjóða auglýsingaplássið til sölu. „Ríkissjónvarpið er að mínu viti á villigötum þegar þeir ætla sér að skafa inn auka þrjár milljónir á auglýsingu í áramótaskaupinu. Enn einu sinni finnst manni þeir teygja sig fulllangt miðað við þann grundvöll sem reksturinn byggir á.“ „Við erum ekki það milljónasamfélag sem til þarf til þess að til að mínútuverð af þessu tagi sé réttlætanlegt,“ segir Gunnar. „Persónulega finnst mér þetta vera hluti af þessari yfirkeyrðu veislu sem við erum öll búin að sitja í undanfarin ár. Þessari veislu er lokið í bili og ég held að þetta verði áreiðanlega með síðustu eftirréttunum sem koma í því partýi.“
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira