Innlent

Kjör stjórnarmanna ekki rædd á hluthafafundi REI

MYND/Róbert

Engar breytingar voru gerðar á launakjörum stjórnarmana í REI og nýjir menn voru ekki kosnir í stjórn á hluthafafundi sem lauk í dag. Þessum dagskrárliðum var frestað og verða kláraðir á framhaldshluthafafundi næsta föstudag.

Eina málið á dagskrá fundarins var þáttaka REI í útboði á 60% hlut jarðvarmafyrirtækisins PNOC-EDC á Filippseyjum. Það er risaverkefni enda fyrirtækið metið á rúma 50 milljarða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×