Varð fyrir fólskulegri árás í Laugarneshverfi Andri Ólafsson skrifar 7. október 2007 15:25 Svona leit kærasti Unnar Maríu eftir árásina í morgun. „Það er óhugnalegt að svona nokkuð geti átt sér stað svo nálægt heimili manns," segir Unnur María Birgisdóttir en kærasti hennar, 24 ára karlmaður, varð fyrir fólskulegri árás þar sem hann var á heimleið úr miðborg Reykjavíkur í morgun. Árásin varð á Horni Sundlaugarvegs og Borgartúns í morgun. Kærasti Unnar var á heimleið úr miðbænum ásamt félaga sínum. Þar mættu þeir tveim mönnum. Kærastinn og félagi hans veittu mönnunum enga sérstaka eftirtekt en skyndilega sló annar maðurinn kærastan bylmingshöggi með þeim afleiðingum að hann féll vankaður í jörðina. Við höggið hlaut hann opið beinbrot á nefi auk þess sem nokkar tennur úr honum brotnuðu. Félagi kærastans hljóp á brott til að sækja aðstoð og náði hann að hringja á lögreglu. Áður en hún kom á staðinn gaf árásarmaðurinn sér tíma til að standa yfir fórnarlambi sínu og ausa yfir hann svívirðingum á tungumáli sem fórnarlambið skildi ekki. Á meðan þessu stóð stöðvaði bíll við gangstéttina. Bílstjórinn spurði hvort ekki væri allt í lagi, hvort mennirnir þörfnuðust ekki aðstoðar. Árásarmaðurinn svaraði þá á ensku og sagði bílstjóranum að aka áfram því engrar aðstoðar væri þörf. Skömmu síðar hvarf árásarmaðurinn á brott ásamt félaga sínum. Meiðsli kærasta Unnar eru það alvarleg að hann þarf á morgun að gangast undir uppskurð til þess að rétta nef hans. Því næst þarf hann að setjast í tannlæknastól og láta gera við skemmdir á tönnum sínum. En mesti skaðinn er ekki endilega líkamlegur. „Við erum bæði í sjokki," segir Unnur María. „Ég held að við þurfum bæði að leita okkur áfallahjálpar eftir þetta. Það sem gerir þetta sérstaklega erfitt er tilhugsunin um að þetta gerist í hverfinu okkar. Ekki í miðborginni þar sem okkur er kennt að ýmislegt getir gerst heldur örstutt frá þar sem við búum." Lögregla hefur ekki vitneskju um hver var þarna að verki og eru því allir sem upplýsingar um málið geta gefið, og þá sérstaklega ökumaðurinn sem stöðvaði bifreið sína og bauð árásarmanninum aðstoð sína, beðnir um að hafa samband við hana í síma 444-1000. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
„Það er óhugnalegt að svona nokkuð geti átt sér stað svo nálægt heimili manns," segir Unnur María Birgisdóttir en kærasti hennar, 24 ára karlmaður, varð fyrir fólskulegri árás þar sem hann var á heimleið úr miðborg Reykjavíkur í morgun. Árásin varð á Horni Sundlaugarvegs og Borgartúns í morgun. Kærasti Unnar var á heimleið úr miðbænum ásamt félaga sínum. Þar mættu þeir tveim mönnum. Kærastinn og félagi hans veittu mönnunum enga sérstaka eftirtekt en skyndilega sló annar maðurinn kærastan bylmingshöggi með þeim afleiðingum að hann féll vankaður í jörðina. Við höggið hlaut hann opið beinbrot á nefi auk þess sem nokkar tennur úr honum brotnuðu. Félagi kærastans hljóp á brott til að sækja aðstoð og náði hann að hringja á lögreglu. Áður en hún kom á staðinn gaf árásarmaðurinn sér tíma til að standa yfir fórnarlambi sínu og ausa yfir hann svívirðingum á tungumáli sem fórnarlambið skildi ekki. Á meðan þessu stóð stöðvaði bíll við gangstéttina. Bílstjórinn spurði hvort ekki væri allt í lagi, hvort mennirnir þörfnuðust ekki aðstoðar. Árásarmaðurinn svaraði þá á ensku og sagði bílstjóranum að aka áfram því engrar aðstoðar væri þörf. Skömmu síðar hvarf árásarmaðurinn á brott ásamt félaga sínum. Meiðsli kærasta Unnar eru það alvarleg að hann þarf á morgun að gangast undir uppskurð til þess að rétta nef hans. Því næst þarf hann að setjast í tannlæknastól og láta gera við skemmdir á tönnum sínum. En mesti skaðinn er ekki endilega líkamlegur. „Við erum bæði í sjokki," segir Unnur María. „Ég held að við þurfum bæði að leita okkur áfallahjálpar eftir þetta. Það sem gerir þetta sérstaklega erfitt er tilhugsunin um að þetta gerist í hverfinu okkar. Ekki í miðborginni þar sem okkur er kennt að ýmislegt getir gerst heldur örstutt frá þar sem við búum." Lögregla hefur ekki vitneskju um hver var þarna að verki og eru því allir sem upplýsingar um málið geta gefið, og þá sérstaklega ökumaðurinn sem stöðvaði bifreið sína og bauð árásarmanninum aðstoð sína, beðnir um að hafa samband við hana í síma 444-1000.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira