Varð fyrir fólskulegri árás í Laugarneshverfi Andri Ólafsson skrifar 7. október 2007 15:25 Svona leit kærasti Unnar Maríu eftir árásina í morgun. „Það er óhugnalegt að svona nokkuð geti átt sér stað svo nálægt heimili manns," segir Unnur María Birgisdóttir en kærasti hennar, 24 ára karlmaður, varð fyrir fólskulegri árás þar sem hann var á heimleið úr miðborg Reykjavíkur í morgun. Árásin varð á Horni Sundlaugarvegs og Borgartúns í morgun. Kærasti Unnar var á heimleið úr miðbænum ásamt félaga sínum. Þar mættu þeir tveim mönnum. Kærastinn og félagi hans veittu mönnunum enga sérstaka eftirtekt en skyndilega sló annar maðurinn kærastan bylmingshöggi með þeim afleiðingum að hann féll vankaður í jörðina. Við höggið hlaut hann opið beinbrot á nefi auk þess sem nokkar tennur úr honum brotnuðu. Félagi kærastans hljóp á brott til að sækja aðstoð og náði hann að hringja á lögreglu. Áður en hún kom á staðinn gaf árásarmaðurinn sér tíma til að standa yfir fórnarlambi sínu og ausa yfir hann svívirðingum á tungumáli sem fórnarlambið skildi ekki. Á meðan þessu stóð stöðvaði bíll við gangstéttina. Bílstjórinn spurði hvort ekki væri allt í lagi, hvort mennirnir þörfnuðust ekki aðstoðar. Árásarmaðurinn svaraði þá á ensku og sagði bílstjóranum að aka áfram því engrar aðstoðar væri þörf. Skömmu síðar hvarf árásarmaðurinn á brott ásamt félaga sínum. Meiðsli kærasta Unnar eru það alvarleg að hann þarf á morgun að gangast undir uppskurð til þess að rétta nef hans. Því næst þarf hann að setjast í tannlæknastól og láta gera við skemmdir á tönnum sínum. En mesti skaðinn er ekki endilega líkamlegur. „Við erum bæði í sjokki," segir Unnur María. „Ég held að við þurfum bæði að leita okkur áfallahjálpar eftir þetta. Það sem gerir þetta sérstaklega erfitt er tilhugsunin um að þetta gerist í hverfinu okkar. Ekki í miðborginni þar sem okkur er kennt að ýmislegt getir gerst heldur örstutt frá þar sem við búum." Lögregla hefur ekki vitneskju um hver var þarna að verki og eru því allir sem upplýsingar um málið geta gefið, og þá sérstaklega ökumaðurinn sem stöðvaði bifreið sína og bauð árásarmanninum aðstoð sína, beðnir um að hafa samband við hana í síma 444-1000. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Það er óhugnalegt að svona nokkuð geti átt sér stað svo nálægt heimili manns," segir Unnur María Birgisdóttir en kærasti hennar, 24 ára karlmaður, varð fyrir fólskulegri árás þar sem hann var á heimleið úr miðborg Reykjavíkur í morgun. Árásin varð á Horni Sundlaugarvegs og Borgartúns í morgun. Kærasti Unnar var á heimleið úr miðbænum ásamt félaga sínum. Þar mættu þeir tveim mönnum. Kærastinn og félagi hans veittu mönnunum enga sérstaka eftirtekt en skyndilega sló annar maðurinn kærastan bylmingshöggi með þeim afleiðingum að hann féll vankaður í jörðina. Við höggið hlaut hann opið beinbrot á nefi auk þess sem nokkar tennur úr honum brotnuðu. Félagi kærastans hljóp á brott til að sækja aðstoð og náði hann að hringja á lögreglu. Áður en hún kom á staðinn gaf árásarmaðurinn sér tíma til að standa yfir fórnarlambi sínu og ausa yfir hann svívirðingum á tungumáli sem fórnarlambið skildi ekki. Á meðan þessu stóð stöðvaði bíll við gangstéttina. Bílstjórinn spurði hvort ekki væri allt í lagi, hvort mennirnir þörfnuðust ekki aðstoðar. Árásarmaðurinn svaraði þá á ensku og sagði bílstjóranum að aka áfram því engrar aðstoðar væri þörf. Skömmu síðar hvarf árásarmaðurinn á brott ásamt félaga sínum. Meiðsli kærasta Unnar eru það alvarleg að hann þarf á morgun að gangast undir uppskurð til þess að rétta nef hans. Því næst þarf hann að setjast í tannlæknastól og láta gera við skemmdir á tönnum sínum. En mesti skaðinn er ekki endilega líkamlegur. „Við erum bæði í sjokki," segir Unnur María. „Ég held að við þurfum bæði að leita okkur áfallahjálpar eftir þetta. Það sem gerir þetta sérstaklega erfitt er tilhugsunin um að þetta gerist í hverfinu okkar. Ekki í miðborginni þar sem okkur er kennt að ýmislegt getir gerst heldur örstutt frá þar sem við búum." Lögregla hefur ekki vitneskju um hver var þarna að verki og eru því allir sem upplýsingar um málið geta gefið, og þá sérstaklega ökumaðurinn sem stöðvaði bifreið sína og bauð árásarmanninum aðstoð sína, beðnir um að hafa samband við hana í síma 444-1000.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira