Áfram í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð 16. nóvember 2007 17:00 MYND/Pjetur Hæstiréttur staðfesti í dag gæslvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í fjölbýlishúsi við Hringbraut í byrjun október. Skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn sé sterklega grunaður um að hafa sunnudaginn 7. október slegið fórnarlamb sitt ítrekað í höfuðið með slökkvitæki þegar fórnarlambið lá sofandi í rúmi sínu með þeim afleiðingum að það lést. Það var maðurinn sem liggur undir grun sem tilkynnti lögreglunni um að hinn látni lægi rænulaus í rúmi sínu en þeir voru nágrannar. Í úrskurðinum segir enn fremur að við athugun lögreglu á vettvangi hafði hinn grunaði verði með nýlegt hrufl á fingri og þá mátti sjá á höndum hans duft úr slökkvitæki. Gat kærði ekki gefið viðhlýtandi skýringu á tilkomu áverka og dufts á höndum sínum. Enn fremur fann lögregla úlpu með blóðblettum á í íbúð hins grunaða. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélakerfi í húsinu sýna enn fremur þann grunaða í úlpu sem líkist mjög úlpu þeirri sem fannst blóðug í íbúð hans. Við yfirheyrslur hefur maðurinn ýmist játað eða neitað að hafa orðið nágranna sínum að bana en hann bar við minnisleysi sökum ölvunar og fíkniefnaneyslu við skýrslutöku 24. október. Rannsókn málsins er vel á veg komin og býst lögregla við að ljúka henni áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag gæslvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í fjölbýlishúsi við Hringbraut í byrjun október. Skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn sé sterklega grunaður um að hafa sunnudaginn 7. október slegið fórnarlamb sitt ítrekað í höfuðið með slökkvitæki þegar fórnarlambið lá sofandi í rúmi sínu með þeim afleiðingum að það lést. Það var maðurinn sem liggur undir grun sem tilkynnti lögreglunni um að hinn látni lægi rænulaus í rúmi sínu en þeir voru nágrannar. Í úrskurðinum segir enn fremur að við athugun lögreglu á vettvangi hafði hinn grunaði verði með nýlegt hrufl á fingri og þá mátti sjá á höndum hans duft úr slökkvitæki. Gat kærði ekki gefið viðhlýtandi skýringu á tilkomu áverka og dufts á höndum sínum. Enn fremur fann lögregla úlpu með blóðblettum á í íbúð hins grunaða. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélakerfi í húsinu sýna enn fremur þann grunaða í úlpu sem líkist mjög úlpu þeirri sem fannst blóðug í íbúð hans. Við yfirheyrslur hefur maðurinn ýmist játað eða neitað að hafa orðið nágranna sínum að bana en hann bar við minnisleysi sökum ölvunar og fíkniefnaneyslu við skýrslutöku 24. október. Rannsókn málsins er vel á veg komin og býst lögregla við að ljúka henni áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira