Innlent

Lög Megasar sungin á degi íslenskrar tungu

Lög Megasar hljómuðu í leikskóla einum í Hafnarfirðinum í morgun í tilefni að degi íslenskrar tungu og á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

Börnin á leikskólanum Hlíðarenda í Hafnarfirði hafa síðustu ár gert sér glaðan dag á degi íslenskrar tungu og sett upp leikrit og sungið íslensk lög. Í ár lærðu börnin lög eftir Megas og sungu þau meðal annars lagið Sorry gamli gráni

Á leikskólanum starfar Mayte Guðmundsson sem kom hingað til lands frá Spáni fyrir rúmum þremur áratugum. Hún segir ömurlega hafa gengið að læra íslenskuna fyrst en henni þyki hún núna mjög falleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×