Erlent

Hóta að hætta að flytja gas til Úkraníu

MYND/AFP

Rússneska gasfyrirtækið Gazprom ætlar að hætta gasflutningum til Úkraníu nema yfirvöld þar í landi greiði fyrirtækinu skuld upp á tæpa 81 milljarð króna. Hætta er á að gasflutningar til Vestur-Evrópu raskist verulega komi til stöðvunar af hálfu Gazprom.

Gasleiðslur Gazprom liggja frá Rússlandi yfir Úkraníu og Hvíta-Rússland en þær fullnægja um 15 prósent af gasþörf Vestur-Evrópu. Síðast þegar kom til deilna milli Gazprom og yfirvalda í Úkraníu í janúar í fyrra dróst gasútflutningur fyrirækisins til Vestur-Evrópu saman um 20 prósent.

 

Í síðastliðnum ágústmánuði samþykkti ríkisstjórn Hvíta-Rússlands að greiða Gazprom tæplega þrjátíu milljarða króna skuld vegna gassendinga um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×