Erlent

Með sprengjuefni í Bandaríska sendiráðinu

Austurríska lögreglan segist hafa handtekið mann sem reyndi að komast inn í Bandaríska sendiráðið í Vín með bakboka sem innihélt sprengjuefni og nagla. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Vín að hinn grunaði sé 42 ára gamall karlmaður af bosnískum uppruna. Maðurinn var handtekinn þegar hann reyndi að flýja eftir að öryggishlið í sendiráðinu gerði viðvart um hann. Lögreglan lokaði svæðinu í skamma stund eftir að maðurinn var handtekinn en engum varð ment af uppátæki hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×