Tannheilsu Íslendinga hrakar 27. janúar 2007 13:15 Tannheilsu Íslendinga hrakar mjög. Tuttugu og tvö þúsund börn fara á mis við tannlæknaþjónustu, segir tannlæknir sem gefur heilbrigðiskerfinu falleinkunn. Tannheilsa þjóðarinnar var hörmuleg hér á árum áður og áttu Íslendingar met í tannátutíðni Vesturlanda. Brugðist var við þessu árið 1974 þegar Tryggingastofnun samdi við tannlæknastéttina um læknisþjónustu sem varð til þess að tannheilsan stórbatnaði og mesta lækkun í tíðni tannskemmda í Evrópu varð staðreynd, segir Sigurjón Benediktsson tannlæknir á Húsavík. En nú hefur aftur sigið á ógæfuhliðina. Frá árinu 1998 hafa engir samningar verið í gildi við tannlækna og vantar mikið upp á að styrkir Tryggingastofnunar dugi til að greiða upp tannlæknakostnað. Foreldrar barna til átján ára fá aðeins 30-40% af kostnaði sem verður til þess að stór hluti íslenskra barna fer ekki til tannlæknis eða 22.000 börn að sögn tannlæknisins. Sigurjón segir þær upplýsingar alrangar sem fram hafa komið á alþingi í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra að Íslendingar sætu við saman borð og Norðurlöndin hvað tannheilsu varðar. Sigurjón bjó til töflu upp úr upplýsingum alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, og í henni sést hve óhagstæður samanburður Íslendinga er miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir. Aðeins rúmur fimmtungur íslenskra barna var árið 2005 með allar tennur óskemmdar en ríflega sex af hverjum tíu sænskum börnum voru þremur árum fyrr með allar tennur heilar. Íslendingar reka lestina í tannheilsu Norðurlandaþjóðanna. Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tannheilsu Íslendinga hrakar mjög. Tuttugu og tvö þúsund börn fara á mis við tannlæknaþjónustu, segir tannlæknir sem gefur heilbrigðiskerfinu falleinkunn. Tannheilsa þjóðarinnar var hörmuleg hér á árum áður og áttu Íslendingar met í tannátutíðni Vesturlanda. Brugðist var við þessu árið 1974 þegar Tryggingastofnun samdi við tannlæknastéttina um læknisþjónustu sem varð til þess að tannheilsan stórbatnaði og mesta lækkun í tíðni tannskemmda í Evrópu varð staðreynd, segir Sigurjón Benediktsson tannlæknir á Húsavík. En nú hefur aftur sigið á ógæfuhliðina. Frá árinu 1998 hafa engir samningar verið í gildi við tannlækna og vantar mikið upp á að styrkir Tryggingastofnunar dugi til að greiða upp tannlæknakostnað. Foreldrar barna til átján ára fá aðeins 30-40% af kostnaði sem verður til þess að stór hluti íslenskra barna fer ekki til tannlæknis eða 22.000 börn að sögn tannlæknisins. Sigurjón segir þær upplýsingar alrangar sem fram hafa komið á alþingi í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra að Íslendingar sætu við saman borð og Norðurlöndin hvað tannheilsu varðar. Sigurjón bjó til töflu upp úr upplýsingum alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, og í henni sést hve óhagstæður samanburður Íslendinga er miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir. Aðeins rúmur fimmtungur íslenskra barna var árið 2005 með allar tennur óskemmdar en ríflega sex af hverjum tíu sænskum börnum voru þremur árum fyrr með allar tennur heilar. Íslendingar reka lestina í tannheilsu Norðurlandaþjóðanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira