Fótbolti

Totti lokar ekki á landsliðið

Totti fagnar marki á HM í sumar
Totti fagnar marki á HM í sumar AFP

Framherjinn Francesco Totti hjá Roma segist ekki vera búinn að útiloka frekari þáttöku með ítalska landsliðinu í knattspyrnu, en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM í sumar. Ítalir mörðu 2-1 sigur á Færeyingum í undankeppni EM um helgina og virtist liðið sakna Totti í sókninni.

Totti var markakóngur í A-deildinni í vetur og skoraði 26 mörk en segist þurfa á hvíldinni að halda í sumar. Hann getur þó huggað sig við það að hann þarf ekki að fara í aðgerð á ökkla eins og útlit var fyrir í vor. "Ég þarf ekki að fara í aðgerð í sumar og get því notið sumarsins með fjölskyldunni. Ég þurfti sannarlega að hvíla mig eftir törnina en í júlí mun ég hafa samband við framkvæmdastjóra landsliðsins og þá munum við taka stöðuna," sagði Totti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×