Erlent

Hópbað í Ganges

Einn af heilögu mönnunum vottar ánni virðingu sína eftir baðið.
Einn af heilögu mönnunum vottar ánni virðingu sína eftir baðið. MYND/AP

Áætlað er að fimm milljónir hindúa hafi baðað sig í ánni Ganges í dag. Pílagrímshátíðin Ardh Kumbh Mela stendur yfir í 45 daga í Allahabad en flestir böðuðu sig í dag og í gær. Hreinu vatni var veitt út í Ganges-ána eftir að menn sem álitnir eru heilagir hótuðu að sniðganga ána þar sem vatn hennar væri of mengað.

Hindúar trúa því að baðferð við ármót þriggja heilagra fljóta: Ganges, Yamuna og Saraswati, geti þvegið burt syndir og hjálpað þeim að endurholdgast í rétta átt.

Hátíðin hófst þann 3. janúar en stjörnufræðingar komust að þeirri niðurstöðu að dagurinn í dag væri besti baðdagurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×