Erlent

Vatn varð konu að aldurtila

Kona fannst látin eftir óhóflega vatnsdrykkju.
Kona fannst látin eftir óhóflega vatnsdrykkju.

Bandarísk kona, Jennifer Stange, fannst látin á heimili sínu, en dauða hennar þykir hafa borið að með sérkennilegum hætti, þar sem hin látna drakk sig í hel af vatni.

Sama dag hafði Stange, sem er 28 ára þriggja barna móðir, tekið þátt í keppni útvarpsstöðvar í Kaliforníu, um hver gæti drukkið mest vatn án þess að fara á salerni. Var sigurvegaranum heitið leikjatölvu í verðlaun.

Ekki liggur ljóst fyrir hversu mikið vatn Stange drakk en vitað er að hún drakk þar til hana fór að verkja. Hún fannst síðan látin á heimili sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×