Meint fangaflugvél lenti hér á landi 16. janúar 2007 19:00 Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir frekari upplýsingum um ferðir bandarískrar flugvélar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, um íslenska lofthelgi á undanförnum árum. Grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan hafi notað hana til fangaflutninga. Sveinn H. Guðmarsson. Flugvélin er af gerðinni Casa CN-235 og hefur kallnúmerið N196D. Hún hefur margoft haft viðkomu hér á landi, meðal annars í nóvember 2005 en þá náðu tökumenn Stöðvar 2 myndum af henni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu lenti vélin á Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið á sunnudaginn, flugmennirnir gistu í Keflavík og héldu síðan til Bandaríkjanna daginn eftir. Hingað kom vélin frá Stafangri í Noregi og eftir því sem norskir fjölmiðlar herma kom hún þangað frá Króatíu. Ekki er vitað hvort nokkrir hafi verið um borð fyrir utan flugmennina. Eigendur vélarinnar eru sagðir Devon Holding and Leasing og þar sem hún er í einkaeigu þarf hún hvorki yfirflugs- né lendingarleyfi hérlendis. Engu að síður ætla íslensk yfirvöld að fara fram á upplýsingar um ferðir þessarar vélar um íslenska lofthelgi allt frá innrásinni í Afganistan 2001 enda er rökstuddur grunur um að umrætt fyrirtæki sé leppur leyniþjónustunnar CIA og vélar þess hafi verið notaðar til leynilegra flutninga á föngum. Ítarleg rannsókn fór fram á fangafluginu á vegum Evrópuráðsins á sínum tíma en íslensk stjórnvöld töldu þá ekki ástæðu til að láta rannsaka flug um Ísland sérstaklega þar sem ekki þótti sýnt að nokkuð óeðlilegt hefði farið fram í íslenskri lofthelgi. Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir frekari upplýsingum um ferðir bandarískrar flugvélar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, um íslenska lofthelgi á undanförnum árum. Grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan hafi notað hana til fangaflutninga. Sveinn H. Guðmarsson. Flugvélin er af gerðinni Casa CN-235 og hefur kallnúmerið N196D. Hún hefur margoft haft viðkomu hér á landi, meðal annars í nóvember 2005 en þá náðu tökumenn Stöðvar 2 myndum af henni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu lenti vélin á Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið á sunnudaginn, flugmennirnir gistu í Keflavík og héldu síðan til Bandaríkjanna daginn eftir. Hingað kom vélin frá Stafangri í Noregi og eftir því sem norskir fjölmiðlar herma kom hún þangað frá Króatíu. Ekki er vitað hvort nokkrir hafi verið um borð fyrir utan flugmennina. Eigendur vélarinnar eru sagðir Devon Holding and Leasing og þar sem hún er í einkaeigu þarf hún hvorki yfirflugs- né lendingarleyfi hérlendis. Engu að síður ætla íslensk yfirvöld að fara fram á upplýsingar um ferðir þessarar vélar um íslenska lofthelgi allt frá innrásinni í Afganistan 2001 enda er rökstuddur grunur um að umrætt fyrirtæki sé leppur leyniþjónustunnar CIA og vélar þess hafi verið notaðar til leynilegra flutninga á föngum. Ítarleg rannsókn fór fram á fangafluginu á vegum Evrópuráðsins á sínum tíma en íslensk stjórnvöld töldu þá ekki ástæðu til að láta rannsaka flug um Ísland sérstaklega þar sem ekki þótti sýnt að nokkuð óeðlilegt hefði farið fram í íslenskri lofthelgi.
Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira