Erlent

Þúsundir heimila á rafmagns og drykkjarvatns í Englandi

Hátt í fimmtíu þúsund heimili eru án rafmagns og fjöldi fólks er án drykkjarvatns eftir miklar rigningar og flóð í vesturhluta Englands. Talið er að tryggingafélögin geti á endanum staðið frammi fyrir því að þurfa að greiða út hátt í tvö hundruð og fimmtíu milljarða króna í bætur vegna flóðanna.

Neyðarástand hefur ríkir á vestur Englandi vegna flóða og mikilla rigninga að undanförnu. Veðrið á Bretlandi í sumar hefur verið með lakara móti. Á föstudaginn fór að rigna og á fáeinum klukkutímum rigndi sem samsvarar mánaðarúrkomu. Ár flæddu yfir baka sína og þurfti fjöldi fólks að flýja heimili sín. Þannig bjargaði þyrlusveit flughersins fólki af húsþökum í þorpum sem flæddi yfir.

Eitthvað hefur sjatnað í flóðunum frá því í gær morgun en aðstæður er enn víða erfiðar. Hátt í fimmtíu þúsund heimili eru án rafmagns og hundrað og fimmtíu þúsund íbúar í Gloucesterskíri, sem varð einna verst úti, eru án drykkjarvatns. Talið er að það muni að minnsta kosti taka tvo daga að tryggja þeim drykkjarvatn á ný.

Tryggingarfélög í Bretlandi búa sig nú undir háar kröfur trygginartaka sem illa hafa orðið úti í flóðunum. Talsmaður tryggingarfélaganna telur að kröfur vegna skemmda sem flóðin hafa valdið geti numið allt að tvö hundruð og fimmtíu milljörðum króna. Þar sem fjöldi heimila og fyrirtækja sem flætt hefur inní eru illa farin.

Óttast er að tvær stærstu ár landins, Thames og Servern, muni flæða yfir bakka sína.

Búist er við rigningum á svæðinu í vikunni en Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, heimsækir flóðasvæðin í dag til að meta skemmdir og skipuleggja björgunaraðgerðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×