Erlent

Tíu láta lífið í sprengjuárásum í Bagdad

Hermaður athugar bifreið við varðstöð í Írak.
Hermaður athugar bifreið við varðstöð í Írak. MYND/AFP

Að minnsta kosti tíu létu lífið og fimmtán særðust í tveimur sprengjuárásum í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjunum var komið fyrir í bílum og sprakk önnur þeirra fyrir framan stjórnarskrifstofu en hin við fjölfarna verslunargötu.

Tveir þeirra sem létust voru lögreglumenn en hinir almennir borgarar. Sprengjurnar sprungu nánast samtímis og að sögn íröksku lögreglunnar er nánast fullvíst að sami aðilinn standi á bak við sprengjutilræðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×