Fótbolti

Skyldusigur hjá Englendingum

Joe Cole fagnar marki sínu í Tallin í kvöld
Joe Cole fagnar marki sínu í Tallin í kvöld AFP

Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga getur varpað öndinni léttar í kvöld eftir að hans menn lögðu Eista 3-0 í Tallin í kvöld í undankeppni EM. Joe Cole, Peter Crouch og Michael Owen skoruðu mörk enska liðsins og það var enginn annar en David Beckham sem var maðurinn á bak við þau tvö síðustu.

Á sama tíma gerðu Króatar og Rússar 0-0 jafntefli í E-riðli og því skánaði staða enska liðsins nokkuð í toppbaráttunni. Ísraelar sigruðu Andorra 2-0 á útivelli. Króatar eru á toppi riðilsins með 17 stig líkt og Ísrael sem hefur leikið einum leik fleiri en hin liðin í riðlinum. Rússar hafa 15 stig í þriðja sætinu og Englendingar eru með 14 stig í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×