Fótbolti

Englendingar yfir í hálfleik

NordicPhotos/GettyImages
Englendingar hafa yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Eistum í Tallin. Það var Joe Cole sem skoraði mark enska liðsins á 37. mínútu en enska liðið hefur aðeins einu sinni tapað leik þegar hann hefur verið í byrjunarliðinu. Það var gegn Portúgal á HM í fyrrasumar, en þá var Cole reyndar skipt af velli í síðari hálfleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×