Fótbolti

Zlatan á bekknum hjá Svíum

AFP

Sænska blaðið Aftonbladet hefur birt byrjunarlið Svía sem tekur á móti Íslendingum í Stokkhólmi í kvöld. Þar hefur verið staðfest að framherjinn Zlatan Ibrahimovic verði á varamannabekk sænska liðsins, en hann hefur átt við meiðsli að stríða.

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Svía skv. Aftonbladet:

Andreas Isaksson - Niclas Alexandersson, Olof Mellberg, Petter Hansson, Mikael Nilsson - Christian Wilhelmsson, Tobias Linderoth, Anders Svensson, Fredrik Ljungberg - Markus Rosenberg, Marcus Allbäck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×