Erlent

Heimkomu Discovery frestað um einn dag

Geimfarar að störfum við alþjóðlegu geimstöðina.
Geimfarar að störfum við alþjóðlegu geimstöðina. MYND/NASA

Lengja á dvöl geimsskutlunnar Discovery við alþjóðlegu geimstöðina um einn dag til að áhöfn hennar geti rannsakað skemmdir á sólarspeglum stöðvarinnar. Tækjabúnaður sem snýr speglunum bilaði fyrir skemmstu en án þeirra getur stöðin ekki fengið nægt rafmagn.

Geimfarar Discovery munu fara í geimgöngu á fimmtudaginn til að skoða tækjabúnaðinn og koma upplýsingum á framfæri til vísindamanna á jörðu niðri.

Upphaflega var áætlað að geimfararnir myndu nýta föstudaginn til að skoða hitaskjöld geimskutlunnar fyrir heimferð hennar. Þeim þætti hefur nú verið frestað um einn dag til að gefa geimförum tíma til að hvíla sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×