Erlent

Tugir láta lífið í umferðarslysi í Nígeríu

Hraðbraut í Lagos í Nígeríu.
Hraðbraut í Lagos í Nígeríu. MYND/AFP

Að minnsta kosti 30 létu lífið þegar eldsneytisflutningabíll valt á aðra hliðina á hraðbraut í Lagos í Nígeríu í dag. Bílinn varð strax alelda og rann á aðrar bifreiðar.

Bíllinn var að flytja eldsneyti frá Lagos til norðurhéraða Nígeríu þegar slysið átti sér stað. Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt á aðra hliðina og rann beint á þrjár rútur og fjórar einkabifreiðar.

Bílarnir urðu á skammri stundu alelda. Björgunarmenn hafa nú þegar fundið 30 illa brennd lík en talið er að mun fleiri eigi eftir að finnast. Að minnsta kosti 5 þúsund manns létu lífið í umferðarslysum í Nígeríu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×