Fótbolti

UEFA: Málið tekið fyrir á föstudaginn

AFP ImageForum

Aganefnd UEFA mun taka málið úr leik Danmerkur og Svíþjóðar fyrir á föstudaginn. Leikurinn var spilaður á Parken í Danmörku og upp úr sauð á lokamínútunum þegar reiður áhorfandi slapp inn á völlinn og réðst að dómara leiksins, Herbert Fandel.

Leikurinn, sem hafði verið mesta skemmtun fram að atvikinu var flautaður af eftir að áhorfandinn, sem er 29 ára dani búsettur í Svíþjóð, réðst inn á völlinn og sló til dómarans.

Eftir fund með fjórða dómara ákvað Fandel að flauta leikinn af og dæma svíum 0-3 sigur. Þegar þetta gerðist var staðan 3-3 en dómarinn hafði dæmt vítaspyrnu og rautt spjald á Christian Poulsen, leikmann Danmerkur þegar upp úr sauð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×