Maddie – Vettvangnum spillt á einum klukkutíma 6. nóvember 2007 11:58 Madeleine leikur sér við sundlaug hótelsins á Praia da Luz nokkrum dögum áður en hún hvarf 3. maí síðastliðinn. MYND/AFP Sönnunargögnum í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz var algjörlega spillt á innan við einum klukkutíma eftir að hvarf Madeleine uppgötvaðist. Þetta er haft eftir tveimur fyrstu lögreglumönnunum sem komu á vettvang við upphaf rannsóknarinnar. Mennirnir sem eru starfsmenn portúgölsku lögreglunnar ásaka yfirmenn sína fyrir að innsigla svæðið ekki strax og tryggja að sönnunargögn skemmdust ekki. Tvímenningarnir töluðu við breska blaðið Sun en vildu ekki láta nafna sinna getið. Annar þeirra sagði að innan við klukkutíma eftir að lögreglan kom á svæðið hefði ríkt algjör ringulreið á svæðinu. Lögreglumennirnir sem komu á vettvang hefðu búist við að yfirmenn þeirra hefðu stjórn á rannsókninni, en svo hefði ekki verið. „Það var eins og þeir væru ekki á staðnum." „Fjölskylda, vinir, nágrannar, starfsfólk, fólk af götunni - allir fóru inn og út úr svefnherberginu til að kíkja undir rúmið, skaðinn varð þá." Hvaða mannshvarf sem væri ætti hins vegar að meðhöndla sem glælp. Félagarnir sögðu jafnfram að eitthvað óvenjulegt hefði verið við atvikið og foreldra Madeleine, Kate og Gerry. Annar þeirra sem hefur 20 ára starfsreynslu sagði þau hafa verið í uppnámi, fálmkennd og með galopin augu. Það séu reyndar eðlileg viðbrögð við svona kringumstæðum, en eitthvað annað hafi ekki verið eðlilegt. Fólkið hafi allt haft áfengi um hönd og þess vegna hafi verið erfitt að eiga við þau, þótt að þau hafi ekki verið ofurölvi. „Þegar þú ert hræddur og adrenalínið er á fullu eru viðbrögðin oft eins og hjá barni. Þú heldur að allir viti það sem þú veist. Það var erfitt að skilja þau. " Þetta var einmitt spurning Paulo Rebelo nýs yfirmanns rannsóknarinnar sem spurði vitni í gær hversu mikið McCann hjónin hefðu drukkið kvöldið sem Madeleine hvarf. Lögreglumennirnir tveir sögðust einnig hafa undrast af hverju McCann hjónin hringdu ekki á lögreglu fyrr en 40 mínútum eftir að hvarfið uppgötvaðist. Þeir sögðu að hvort sem það væri rétt eða rangt myndi grunur alltaf beinast að foreldrum Madeleine þar til sannleikurinn kæmi í ljós. Madeleine McCann Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Sönnunargögnum í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz var algjörlega spillt á innan við einum klukkutíma eftir að hvarf Madeleine uppgötvaðist. Þetta er haft eftir tveimur fyrstu lögreglumönnunum sem komu á vettvang við upphaf rannsóknarinnar. Mennirnir sem eru starfsmenn portúgölsku lögreglunnar ásaka yfirmenn sína fyrir að innsigla svæðið ekki strax og tryggja að sönnunargögn skemmdust ekki. Tvímenningarnir töluðu við breska blaðið Sun en vildu ekki láta nafna sinna getið. Annar þeirra sagði að innan við klukkutíma eftir að lögreglan kom á svæðið hefði ríkt algjör ringulreið á svæðinu. Lögreglumennirnir sem komu á vettvang hefðu búist við að yfirmenn þeirra hefðu stjórn á rannsókninni, en svo hefði ekki verið. „Það var eins og þeir væru ekki á staðnum." „Fjölskylda, vinir, nágrannar, starfsfólk, fólk af götunni - allir fóru inn og út úr svefnherberginu til að kíkja undir rúmið, skaðinn varð þá." Hvaða mannshvarf sem væri ætti hins vegar að meðhöndla sem glælp. Félagarnir sögðu jafnfram að eitthvað óvenjulegt hefði verið við atvikið og foreldra Madeleine, Kate og Gerry. Annar þeirra sem hefur 20 ára starfsreynslu sagði þau hafa verið í uppnámi, fálmkennd og með galopin augu. Það séu reyndar eðlileg viðbrögð við svona kringumstæðum, en eitthvað annað hafi ekki verið eðlilegt. Fólkið hafi allt haft áfengi um hönd og þess vegna hafi verið erfitt að eiga við þau, þótt að þau hafi ekki verið ofurölvi. „Þegar þú ert hræddur og adrenalínið er á fullu eru viðbrögðin oft eins og hjá barni. Þú heldur að allir viti það sem þú veist. Það var erfitt að skilja þau. " Þetta var einmitt spurning Paulo Rebelo nýs yfirmanns rannsóknarinnar sem spurði vitni í gær hversu mikið McCann hjónin hefðu drukkið kvöldið sem Madeleine hvarf. Lögreglumennirnir tveir sögðust einnig hafa undrast af hverju McCann hjónin hringdu ekki á lögreglu fyrr en 40 mínútum eftir að hvarfið uppgötvaðist. Þeir sögðu að hvort sem það væri rétt eða rangt myndi grunur alltaf beinast að foreldrum Madeleine þar til sannleikurinn kæmi í ljós.
Madeleine McCann Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila