Erlent

Bandaríkin munu beita sér fyrir viðurkenningu sjálfstæði Kosovo

Leiðtogar Kosovo sögðu á fundi með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í morgun að þeir myndu ekki lýsa yfir sjálfstæði án samráðs við Bandaríkin. Rice fullvissaði þá um að Bandaríkin myndu beita sér fyrir alþjóðlegri viðurkenndingu á sjálfstæði Kosovo innan nokkurra mánaða, jafnvel án ályktun frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Kosovo sé opinberlega hluti af Serbíu, hafa Sameinuðu þjóðirnar og NATO farið  með stjórn þar frá árinu 1999.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×