Fyrrum leikmaður KR, Færeyingurinn Rógvi Jacobsen, hefur gengið til liðs við norska 1. deildarliðið Hödd.
Hann hefur á ferli sínum einnig leikið með Sönderjydske í Danmörku og í ágúst síðastliðnum var hann til reynslu hjá enska félagsliðinu Carlisle. En hann valdi að ganga til liðs við Hödd.
Rógvi skoraði þrjú af fjórum mörkum færeyska landsliðsins í undankeppni EM 2008 en liðið tapaði öllum sínum leikjum í keppninni. Meðal markanna sem hann skoraði var í 2-1 tapi fyrir heimsmeisturum Ítalíu.
Rógvi lék með KR árin 2005 og 2006 og spilaði samtals 30 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim fimm mörk.