Erlent

Fimmti maðurinn handtekinn í tengslum við hryðjuverkaárásina í Glasgow

Flugvellinum í Glasgow var lokað um stund eftir tilræðið.
Flugvellinum í Glasgow var lokað um stund eftir tilræðið. Mynd/ AFP

Breska lögreglan hefur handtekið fimmta manninn í tengslum við hryðjuverkaárásina í Glasgow.

Tveir af þeim handteknu voru í bílnum sem ekið var á flugstöðina í gærkvöld og liggur annar þeirra illa brunninn á sjúkrahúsi. Aðrir tveir voru handteknir í Chesire í nótt. Sá fimmti var handtekinn í Liverpool.

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, brýndi í dag lögreglumenn til dáða og segir að breska þjóðin muni ekki láta hryðjuverkaógnina buga sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×