Erlent

Vinsæl mús lamin til bana

Palestínsk sjónvarpsstöð hefur murkað lífið úr þekktri barnaþáttafígúru sem var sláandi lík Mikka mús. Þátturinn um músina Farfur vakti mikið umtal og deilur víða um heim fyrr á þessu ári. Þátturinn var sagður ala á hatri meðal palestínskra barna.

Stjórnendur stöðvarinnar höfðu að engu óskir upplýsingaráðherra palestínsku heimastjórnarinnar um að hætta sýningu þáttarins. Þeir gengu svo skrefi lengra á föstudaginn þegar Farfur var laminn til bana af manni sem hann sagði skömmu áður að væri ísraelskur njósnari og hryðjuverkamaður.

Eftir ódæðið sagði kynnir þáttarins að ísraelskur barnamorðingi hefðu murkað lífið úr Farfur. Stjórnandi Al-Aqsa sjónvarpsstöðvarinnar sagði þetta gert til að reka endahnútinn á þættina svo annað efni kæmist á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×