Biðlar til nágrannanna 10. mars 2007 13:15 Á fjölþjóðlegri ráðstefnu um vargöldina í Írak sem hófst í Bagdad í morgun biðlaði Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, til nágrannaríkjanna um að aðstoða í baráttunni við hryðjuverkamenn. Hópur íraskra uppreisnarmanna hótar að drepa þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu yfirgefi þýskar hersveitir ekki Afganistan innan tíu daga. Íraska ríkisstjórnin stendur fyrir ráðstefnunni í Bagdad en hana sitja erindrekar Bandaríkjanna, helstu nágrannaríkja Íraks, auk fulltrúa Arababandalagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem bandarískir embættismenn funda með kollegum sínum frá Sýrlandi og Íran. Bandarísk stjórnvöld segja þessi nágranna Íraka eiga sinn þátt í að magna upp ofbeldið í landinu og neituðu til skamms tíma að ræða við þá um málið. Ástandið er hins vegar orðið svo slæmt að fá verður alla þá að samningaborðinu sem á annað borð geta aðstoðað. Ítök Írana hjá íröskum sjíum eru umtalsverð en stigvaxandi átök þeirra við súnnía eru einmitt í brennidepli á ráðstefnunni. Í setningarræðu sinni sagðist Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vonast eftir stuðningi nágranna sinna í baráttunni við þá hryðjuverkahópa sem standa fyrir skálmöldinni í landinu. Væntingar til ráðstefnunnar eru hóflegar en vonast er þó til að með henni verði stigið fyrsta skrefið í einhvers konar friðarferli og að í næsta mánuði fundi utanríkisráðherrar ríkjanna um ástandið. Um svipað leyti og ráðstefnan var sett birtu arabísku sjónvarpsstöðvarnar al-Arabiya og al-Jazeera myndband sem sagt er frá íröskum andspyrnuhópi sem kallar sig "Örvar réttlætisins". Á myndbandinu hóta talsmenn hans að myrða þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu kalli Þjóðverjar ekki hersveitir sínar heim frá Afganistan innan tíu daga. Þýsk stjórnvöld hafa ekki viljað staðfesta hvort fólkið í myndbandinu sé Hannelore Krause og uppkominn sonur hennar sem talið er að hafi verið rænt í Írak á dögunum. Erlent Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Á fjölþjóðlegri ráðstefnu um vargöldina í Írak sem hófst í Bagdad í morgun biðlaði Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, til nágrannaríkjanna um að aðstoða í baráttunni við hryðjuverkamenn. Hópur íraskra uppreisnarmanna hótar að drepa þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu yfirgefi þýskar hersveitir ekki Afganistan innan tíu daga. Íraska ríkisstjórnin stendur fyrir ráðstefnunni í Bagdad en hana sitja erindrekar Bandaríkjanna, helstu nágrannaríkja Íraks, auk fulltrúa Arababandalagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem bandarískir embættismenn funda með kollegum sínum frá Sýrlandi og Íran. Bandarísk stjórnvöld segja þessi nágranna Íraka eiga sinn þátt í að magna upp ofbeldið í landinu og neituðu til skamms tíma að ræða við þá um málið. Ástandið er hins vegar orðið svo slæmt að fá verður alla þá að samningaborðinu sem á annað borð geta aðstoðað. Ítök Írana hjá íröskum sjíum eru umtalsverð en stigvaxandi átök þeirra við súnnía eru einmitt í brennidepli á ráðstefnunni. Í setningarræðu sinni sagðist Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vonast eftir stuðningi nágranna sinna í baráttunni við þá hryðjuverkahópa sem standa fyrir skálmöldinni í landinu. Væntingar til ráðstefnunnar eru hóflegar en vonast er þó til að með henni verði stigið fyrsta skrefið í einhvers konar friðarferli og að í næsta mánuði fundi utanríkisráðherrar ríkjanna um ástandið. Um svipað leyti og ráðstefnan var sett birtu arabísku sjónvarpsstöðvarnar al-Arabiya og al-Jazeera myndband sem sagt er frá íröskum andspyrnuhópi sem kallar sig "Örvar réttlætisins". Á myndbandinu hóta talsmenn hans að myrða þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu kalli Þjóðverjar ekki hersveitir sínar heim frá Afganistan innan tíu daga. Þýsk stjórnvöld hafa ekki viljað staðfesta hvort fólkið í myndbandinu sé Hannelore Krause og uppkominn sonur hennar sem talið er að hafi verið rænt í Írak á dögunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira